Fara í efni

Mannauður

Mannauðurinn er líklega mikilvægasta auðlind hvers vinnustaðar. Það hlýtur því að vera markmið hvers vinnustaðar að hlúa vel að starfsfólki sínu til að skapa góða og heilbrigða menningu á vinnustaðnum. Með ánægðu og áhugasömu starfsfólki er hægt að ná ótrúlegum árangri. 

Réttindi og skyldur

Stjórnendur ættu að gæta þess að vera vel að sér um öll helstu réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda. Á vefsíðum ASÍ og SA er að finna allt um þau mál.

Samtök atvinnulífsins

Á vef Samtaka atvinnulífsins er hægt að nálgast upplýsingar og góð ráð til atvinnurekenda um Starfsmannamál. Þar er fjallað um laun og launakostað, vinnutíma og hvíldartíma, ráðningu starfsfólks, uppsagnir og starfslok svo eitthvað sé nefnt. Einnig geta aðildarfélög SA nálgast þar ýmis eyðublöð og frekari ráðgjöf.

Alþýðusamband Íslands

Á vef ASÍ er fjallað um Réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda og komið inn á ráðningarsambandið, laun og vinnutíma, orlof og frídaga, veikindi og flest annað sem nauðsynlegt er að hafa í huga vegna ráðningar starfsmanns.

Heildarsamtök launafólks og aðildarfélög þeirra

Á vefsíðum, stéttarfélaganna er einnig fjallað um kjaramál og réttindi.

Áhættumöt og vinnuvernd

 Á vef Vinnueftirlitsins er hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar um skyldur fyrirtækja hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuvernd. Einnig gátlista fyrir áhættumöt á vinnustöðum sem taka mið af fimm meginstoðum vinnuverndar sem eru: efni og efnahættur, félagslegt vinnuumhverfi, hreyfi og stoðkerfi, tæki og vélbúnaður og umhverfisþættir.

Starfsþróun og fræðslumál

Starfsþróun má líkja við klettaklifur
Það er sama hvert starfið er við þurfum öll á því að halda að þróa okkur áfram í starfi. Starfsþróun er hverjum starfsmanni nauðsynleg til að viðhalda starfsánægju og í nútímanum er hún enn meira aðkallandi með örri tækniþróun og hröðum breytingum á vinnumarkaði. Höfum samt í huga að með starfsþróun erum við ekki endilega að tala um beina leið upp á við eins og margir halda heldur getum við þróast til allra átta, út til hliðar, á ská eða upp og niður. Starfsþróun mætti líkja við leið klettaklifurmanns sem fikrar sig bestu eða áhugaverðustu leiðina eftir klettaveggnum.

Starfsfólkið er auðlind

Á flestum vinnustöðum liggur oft töluverð vannýtt þekking og reynsla í starfsfólkinu sem það vill samt yfirleitt bjóða fram. Hafir þú áhuga á að laða fram það besta í starfsfólkinu þínu getur þú fundið hér gagnleg verkfæri og upplýsingar til þess. 

  • Starfsþróun - Umfjöllun, verkfæri og gagnlegt efni sem þú getur nýtt með starfsfólki þínu til að hjálpa ykkur að fá skýrari mynd af hvert það langar að stefna, styrkja það í starfi og finna út hvar það nýtist best.
  • Hver ert þú? - Gagnvirkir listar sem starfsfólk getur notað til að draga upp sterka mynd af sér sem starfsmanni, finna úr hvernig starf hentar því og auðvelda því að koma auga á jákvæðar leiðir fyrir sig.

Þú gæti líka viljað fara beint í að skoða einstaka eiginleika.

  • Styrkleikar – Stjórnandi sem þekkir styrkleika starfsmanna sinna getur laðað fram það best í hverjum og einum.
  • Færni – starfsfólk býr yfir fjölbreyttri færni sem það sýnir oft ekki og því getur verið gott fyrir það vinna með þennan lista til að finna út með stjórnanda hvaða færni hann hafi að bjóða og langi að nýta betur.
  • Viðhorf og gildi – Stjórnendur sem þekkja viðhorf og gilda starfmanna sinna eiga auðveldara með að koma auga á hvaða verkefni henti að fela þeim.
  • Áhugaverð störf – Stjórnendur geta notað þennan lista til að skoða með starfsmanni hvaða störf falla að áhugasviði hans. Þennan lista mætti til að mynda hugsa sér að starfsmaður vinni fyrir starfsþróunarsamtal.
  • Þjónustuskoðun – Góð leið til að viðhalda eða auka vellíðan starfsfólks er að benda því á að fara í þjónustuskoðun reglulega – rétt eins og við látum skoða bílinn ættum við að sinna okkur og starfsfólkinu okkar til að viðhalda starfsánægju og vellíðan. Niðurstöðurnar mætti svo ræða í starfsmannasamtali.

Starfsmenntun

Úr starfsmenntasjóðum er hægt að sækja styrki til fræðslu starfsmanna.

  • Áttin.is er vefgátt, sem greiðir leið fyrirtækja að starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum og gerir fyrirtækjum kleift að sækja um styrki fyrir sitt starfsfólk þó það eigi aðild að mismunandi fræðslusjóðum.

Upplýsingar um sjóðina er að finna á vefsíðum þeirra:

Þú gætir einnig viljað kynna þér

Nám og námskeið

Með auknu sjálfstæði vinnuafls þurfa rammar vinnustaða fyrir starfsþróun að virka hvetjandi fyrir starfsfólk þannig að það taki frumkvæði, velji sjálft og finni sína leið. Fátt er meira uppbyggjandi en að bæta við sig menntun af einhverju tagi. Stjórnendur geta haft í huga að benda starfsfólki sínu á að kynna sér hvað er í boði og hvetja það til að finna leiðir fyrir sig.

  • Nám og námskeið - Símenntunarmiðstöðvar, framhaldsskólar og háskólar - staðnám og fjarnám.
  • Námsframboð á netinu – Fjölbreytt framboð og flestir ættu að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.

Breytingar á vinnumarkaði?

Í þeim hröðu breytingum sem nú eru í samfélaginu okkar getur fólk búist við að standa frammi fyrir því nokkru sinnum á starfsferlinum að hasla sér völl á nýjum starfsvettvangi. Sem stjórnandi gætir þú viljað nýta efnið á Aftur í vinnu til að styrkja starfsfólkið þitt ef óvissutímar eru framundan eða uppsagnir.

  • Aftur í vinnu spannar allan feril atvinnuleitar frá því einstaklingurinn byrjar að hugsa um að breyta til yfir í fyrstu vikurnar í nýju starfi.

Veikindi og áföll

Vinnustaðir eru í auknu mæli að átta sig á að þeir geta lagt sitt af mörkum til að draga úr fjarveru starfsfólks með því að hafa betri yfirsýn og veita stuðning þegar starfsfólk lendir í áföllum.
Við tökumst öll á við vandamál og áföll í daglega lífinu. Flestir reyna að aðskilja einkalíf og vinnu en stundum taka veikindi eða erfiðleikar svo mikinn toll að þau hafa veruleg áhrif á líðan og starfsgetu. Þegar svo er skipta viðbrögð stjórnenda verulegu máli og geta haft afdrifarík áhrif á framtíð og heilsu starfsmannsins.

Viðverustjórnun

Markmið með viðverustjórnun er fyrst og fremst að minnka fjarveru á vinnustað og stytta fjarvistatímann. Einnig að leiðbeina og móta viðhorf stjórnenda og starfsmanna til veikindafjarveru og ýta undir þær áherslur að vinnustaðurinn er mikilvægur fyrir líðan og velferð einstaklinga. 

  • Í greininni Fjarvistastjórnun er fjallað um til hvaða ráða fyrirtæki geta gripið til að hafa áhrif á viðveru starfsfólks.

Áföll og erfiðleikar hjá starfsfólki

Flestir reyna að aðskilja einkalíf og vinnu en stundum taka erfiðleikar heima fyrir of mikinn toll og hafa veruleg áhrif á líðan og starfsgetu. Sem stjórnandi vilt þú að starfsmaður geti sinnt vinnunni sinni en einnig sýna skilning á aðstæðum.

  • Efnið á Viðbrögð við áföllum getur nýst fyrirtækjum vel sem vilja styðja við starfsfólkið sitt í erfiðum aðstæðum.

Veikindafjarvera og endurkoma til vinnu

Vinnustaðir eru í auknum mæli að átta sig á því að þau geta lagt sitt af mörkum til að draga úr veikindafjarveru starfsmanna með því að hafa betri yfirsýn yfir veikindafjarveru og styðja við starfsfólk í veikindum.

  • Í Endurkoma til vinnu er að finna gátlista fyrir stjórnendur og fjallað um mikilvægi þess að standa vel að endurkomu starfsfólks til vinnu að loknum veikindum.

Stefnur, samningar og fleira

Við höfum tekið saman yfirlit yfir helstu stefnur sem unnar eru í stærri fyrirtækjum og eru sumar þeirra lögbundnar. Mismunandi er eftir atvinnustarfsemi hvað það er sem vinnustöðum ber að gera samkvæmt lögum og er mikilvægt að stjórnendur kynni sér það. Einnig eru hér ýmsar hugmyndir og gagnlegar upplýsingar sem stjórnendur geta nýtt sér ef þeir eru nýir í starfi.
Dæmin sem fylgja hér með eru valin af handahófi og þeim einungis ætlað að gefa stjórnendum hugmyndir um hvað aðrir eru að gera. Listinn er ekki tæmandi.

Stefnur og vinnuumhverfisvísar

  • Mannauðsstefna – dæmi frá Landsbankanum – frá Strætó.
  • Jafnlaunastefna – Dæmi frá Stjórnarráðinu – frá Hörpu – frá Reykjavík.
  • Jafnréttisáætlun – Sjá upplýsingar Jafnréttisstofu – dæmi frá VIRK.
  • Vinnuvernd – sjá síðu VER.
  • Vinnuumhverfisvísar Vinnueftirlitsins Vinnuumhverfisvísarnir eru leiðbeinandi gátlistar um helstu áhættur í hinum ýmsu starfsgreinum sem öllum vinnustöðum er skylt að máta sig við.
  • Hjálpargögn við gerð áhættumats – Hjálpargögnin má nálgast hér.
  • Stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og/eða ofbeldi – Leiðbeiningar hjá VER og einnig í þessum bæklingi
  • Fjarvinnustefna – Leiðbeiningar og gátlistar fyrir fjarvinnu – dæmi frá Origo.
  • Stefna um samfélagsábyrgð – Sjá Festa - miðstöð um sjálfbærni – dæmi frá SAF – dæmi frá ISAVIA.
  • Heilsustefna – sjá heilsueflandi.is – dæmi frá HR - dæmi frá embætti landlæknis.
  • Þjónustustefna – sum fyrirtæki setja sér þjónustustefnu – dæmi frá VER.
  • Siðareglur starfsmanna – margir vinnustaðir setja sér siðareglur sem starfsfólki ber að fylgja í störfum sínum - dæmi frá  – dæmi frá FFF.

Leiðbeinandi verklag

  • Starfsmannasamtöl – mikilvægt að bjóða en má framkvæma á ýmsa vegu – Upplýsingar um framkvæmd má meðal annars fá hjá BHM – eða VR – eða Faxaflóahöfnum.
  • Samskiptasamningur – Sjá umfjöllun um samskiptasamninga.
  • SamgöngusamningarGóð ráð og leiðbeiningar frá Grænum skrefum - dæmi frá Seltjarnarnesi.
  • Starfslýsingar – Mikilvægt er að gera starfslýsingar og gæta þess að starfsfólk þekki til þeirra – dæmi um leiðbeiningar frá MAST – dæmi frá Landakotsskóla – dæmi frá MH. Sveitarfélög gætu viljað nýta sér upplýsingar á síðu Starfsmats við gerð starfslýsinga.
  • Orlof – Góð ráð og leiðbeiningar um orlof og mikilvægi orlofstöku.
  • Tölvupóstur – það getur verið sniðugt að draga úr áreiti af tölvupósti með því að opna umræðuna og setja sameiginlegar reglur. Þú gætir náð í hugmyndir hér.
  • Samkomulag/Reglur um sveigjanlegan vinnutíma, hlutastörf, léttari verkefni – dæmi frá Dalvík.
  • Trúnaðaryfirlýsingar – algengt er að starfsfólk undirriti trúnaðaryfirlýsingu í upphafi starfs – dæmi frá Reykjavík.
  • Móttaka nýliða – mikilvægt er að eiga góða verferla um móttöku nýliða - dæmi frá Landsspítala – dæmi frá Hamravöllum.
  • Upplýsingaöryggi – Mikilvægt að vera með skriflegar leiðbeiningar um upplýsingaöryggi – dæmi frá Þjóðskrá.
  • Fríðindi starfsfólks – mörg fyrirtæki bjóða starfsfólki upp á einhver fríðindi og þá er gott að hafa upplýsingar aðgengilegar öllu starfsfólki – dæmi frá Reykjavík.
  • Fæðingarorlof – Upplýsingar um fæðingarorlof hjá Fæðingarorlofssjóði.
  • Foreldraorlof – upplýsingar hjá Fæðingarorlofssjóði.
  • Veikindaforföll – Það er gagnlegt að setja upp verkferil yfir tilkynningar og viðbrögð við veikindum starfsmanna og barna þeirra – ekki dæmi hér frá vinnustað, en upplýsingar um veikindarétt.
  • Starfslok – gagnlegt er að eiga verkferla fyrir starfslok - sjá dæmi frá Ísafirð – frá Akureyri - einnig efni um starfslok á velvirk.

Annað

  • Réttindi og skyldur á vinnumarkaði – Sjá upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
  • Mannauðsmál ríkisins upplýsingar sem eiga við um ríkisstarfsmenn.
  • Stofnanasamningar – Ríkisstofnanir gera stofnanasamninga fyrir sitt starfsfólk - sjá upplýsingar á stofnanasamningar.is

Streita og álag

Þjónusta VIRK