Fara í efni

Þjónusta VIRK

Fyrirspurn til VIRK

Þú getur hringt eða sent fyrirspurn til VIRK ef þú átt í erfiðleikum með að sinna starfinu þínu, finnst þú vera að missa tökin í vinnunni, eða þarft upplýsingar um hvort þörf sé fyrir starfsendurhæfingu.
Smelltu á takkann til að opna form til að senda fyrirspurn.
Einnig er hægt að hringja í 535 5700 og óska eftir að sérfræðingur hringi til baka.
Tekið skal fram að VIRK veitir ekki meðferð eða bráðaþjónustu. Ef um verulega vanlíðan er að ræða bendum við á Heilsugæsluna og 112.

Starfsmaður í síma

Starfsendurhæfing VIRK

Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Hverjir geta nýtt sér starfsendurhæfingu?

Ef þú telur þig þurfa á þjónustu VIRK að halda þarftu að byrja á að panta tíma hjá lækni og ræða við hann hvort starfsendurhæfing hjá VIRK sé raunhæfur kostur. Það er síðan læknirinn sem sér um að senda inn umsókn um þjónustu til VIRK. Meginskilyrðin fyrir starfsendurhæfingu eru. 

  • Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu að hluta eða öllu leyti eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga.
  • Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.
  • Að geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingunni og fylgja þeirri áætlun sem þar er sett fram.

Sjá nánar um rétt til þjónustu hjá VIRK.

Er hægt að vera í starfsendurhæfingu meðfram vinnu?

Starfsendurhæfingu er hægt að sækja hjá VIRK samhliða vinnu. Einstaklingur fær þá tækifæri til að minnka við sig vinnu og byggja sig upp á sama tíma. Það getur virkað vel með starfsendurhæfingu að sinna áhugaverðum verkefnum í vinnunni, halda rútínu og sambandi við vinnufélaga. Vinnan sjálf getur þannig oft verið eitt besta úrræðið í starfsendurhæfingunni. Kynntu þér Starfsendurhæfingu samhliða vinnu á vef VIRK.

Allar upplýsingar um VIRK

Allar frekari upplýsingar um starfsemi VIRK finnur þú á virk.is og svo er velkomið að hringja í síma 535 5700 eða senda fyrirspurn á virk@virk.is