Jafnvægi vinnu og einkalífs
Mörkin milli vinnu og einkalífs
Ólíkar aðferðir við að skilja (eða skilja ekki) á milli

7 aðferðir við að skilja á milli vinnu og einkalífs
1. Skýr skil – þessi starfsmaður heldur starfi og einkalífi alveg aðskildu, svarar t.d. ekki vinnusíma eða skoðar vinnupóst heima.
2. Staðarskil – þessi einstaklingur dregur mörkin út frá staðsetningu og getur unnið á vinnustaðnum eftir hefðbundinn vinnudag. Hann tekur þó ekki vinnuna með sér heim.
3. Tímaskil – þessi vinnur ekki eftir tiltekinn tíma og ekki á kvöldin eða um helgar. Hann er þó ekki bundinn af því að vinna á vinnustaðnum, heldur getur hann unnið heima eða t.d. á kaffihúsi.
4. Einkalífsbland – þessi lætur einkalífið flæða inn í vinnuna en ekki öfugt. Hann sinnir ýmsum persónulegum málum í vinnutíma en vinnur ekki heima.
5. Vinnubland – þessi starfsmaður lætur starfið flæða inn í einkalífið og frítímann en ekki öfugt, hann sinnir ekki einkamálum í vinnunni.
6. Markaleysi - þessi hefur engin mörk og vinnur heima og í frítíma ef hann telur þurfa. Hann sinnir einnig einkamálum á vinnutíma.
7. Víxlari – þessi starfsmaður er ekki með eina fasta aðferð en skiptir um út frá aðstæðum.
Stjórnendur verða að láta starfsmenn vita hverjar væntingarnar eru og líka til hvers er ekki ætlast. Kristina segist sjálf vilja hafa skýr skil en því meira sem er að gera því erfiðara geti það verið. Hún reynir þó að skilja á milli í smáum stíl með því að fá t.d. ekki sjálfvirk skilaboð um vinnupóstinn í símann.
- Greinin byggir á viðtali við Kristinu Palm á nyteknik.se, grein í suntarbetsliv.se, umfjöllun á afaforsakning.se og viðtali við Calle Rosengren á prevent.se. Sjá stutt myndband sem sýnir vel þessar ólíku aðferðir og viðtal við Kristinu (á sænsku).
Ertu að missa af einhverju?
Staður og stund
Það er í lagi að vera ekki alltaf á vaktinni og vera til staðar í eigin lífi. Vinnum saman að jafnvægi.
Of mikið?
Desember er dásamlegur. Það er svo margt skemmtilegt í boði og allt í svo hátíðlegum búningi. Jafnvægi í lífinu skiptir máli. Líka í desember.
Er þetta veruleikinn?
Mörgum líður vel þegar mikið er að gera. En er gott ef það er alltaf brjálað að gera? Vinnum saman að jafnvægi.
Fleiri myndbönd
Er hugurinn alltaf í vinnunni?
Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að hugsa um vinnuna þegar heim er komið, en einhverjir kannast við að hugsa stöðugt um sama vandamálið á þráhyggjukenndan hátt (e. rumination), jafnvel í draumum sínum. Slíkt ástand skapast stundum þegar álag í vinnu er mikið. Við göngum út frá því að lausnin skjóti upp kollinum ef nógu mikið er gruflað – það hljóti bara að vera.
En sköpunargáfan nær ekki að njóta sín við þessar aðstæður og viðkomandi líður illa með þessar tímafreku hugsanir. Það er ekki endilega nóg að reyna að sannfæra sig um að hætta að hugsa á þessum nótum heldur þarf að gera eitthvað allt annað til mótvægis.
- Búðu til skýr skil í daginn.
Skiptu um gír strax á leið úr vinnu. Hlustaðu á léttmeti sem tengist vinnunni ekki á nokkurn hátt. Þótt þú verðir að taka vinnutörn síðar að deginum, reyndu að aftengja þig alveg í nokkra tíma. - Ekki tala um vinnuna heima.
Það er ekki góð hugmynd að rifja upp vanda í vinnunni við kvöldmatarborðið. Spurðu frekar aðra heimilismenn um þeirra dag og reyndu að hlusta með athygli. Þú færð þá frið á meðan fyrir eigin vinnutengdu áhyggjum. - Takstu á við öðruvísi heilabrot.
Gott er að finna sér verkefni í frítímanum sem reyna hæfilega mikið á hugsun og athygli, það getur verið krefjandi eldamennska, garðyrkjupælingar eða ýmsar tómstundir. - Skipuleggðu næsta frí.
Við að skipuleggja fríið ertu að nota sömu lausnamiðuðu ferla og í starfi, en viðfangsefnið er mun ánægjulegra. - Afmarkaðu tíma fyrir áhyggjur.
Frestaðu áhyggjum af málum með því að merkja inn sérstakan tíma fyrir þær í dagatalinu. Það gefur þér hlé til að hugsa um aðra hluti á millitíðinni og hleypir sköpunargáfunni að. Þegar tíminn svo rennur upp er vandamálið mögulega þegar leyst. Þú gætir líka rætt við reynt samstarfsfólk eða vin um mál sem sækja á þig til að losa um áhyggjur eða mögulega leysa málið.