Fara í efni

Líðan í vinnu

Nú þegar þú ert að velta fyrir þér hvernig þér líður í vinnunni gætir þú reynt að gera þér grein fyrir hvað það er sem er að hafa áhrif á líðan þína. Eru það samskiptin á vinnustaðnum, þreyta þín og orkuleysi eða finnst þér þú vera að upplifa einelti eða áreiti á vinnustaðnum eða glímir þú jafnvel við verulega aðkallandi vanda. Endilega kynntu þér hér að neðan efni sem gæti gagnast þér til að bæta líðan þína í starfi.

Samskipti

Mikilvægi góðar samskipta á vinnustað verður seint ofmetið. Við þurfum öll á því að halda að eiga í góðum samskiptum við samstarfsfólk okkar og þegar það tekst vel líður okkur vel í vinnunni en þegar hnökrar koma upp getur það komið niður á líðan okkar og mögulega um leið árangri í starfi. Það er því vel þess virði fyrir þig að velta fyrir þér hvort og þá hvernig þú getir haft jákvæð áhrif á samskiptin á vinnustaðnum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem þú gætir nýtt þér.

Hvernig eru samskiptin?

Fátt er eins mikilvægt í mannlegum samskiptum og að sýna öðrum virðingu og kurteisi. Þetta á við um öll samskipti og ekki síst á vinnustaðnum þar sem oft er löng samvera og starfsfólk háð hvort öðru með verkefni sín. Í greininni Góð samskiptaráð getur þú fundið gagnleg ráð til að taka með þér í vinnuna og tileinka þér.

Er samskiptavandi málið?

Langar þig að bæta leikni þína í mannlegum samskiptum? Við gerum stundum mistök í samskiptum sem við viljum forðast að gera, við segjum til dæmis ekki skoðun okkar eða látum tilfinningar ráða svarinu. Ef þig langar að taka þig á í samskiptum gætir þú byrjað á að skoða Samskiptavandi sem flestir þekkja og ákveðið að breyta einhverju einu til að byrja með og metið hvaða áhrif það hefur.

Er hegðunarvandi á vinnustaðnum?

Tengsl starfsfólks eru einn mikilvægasti þátturinn að baki velgengni þeirra á vinnustað. Flest könnumst við samt við þá starfsmenn sem hafa af einhverjum ástæðum tileinkað sér hegðun sem kemur illa niður á samstarfsfólki. Í greininni Eitraðir samstarfsmenn er bent á fjórar leiðir til að ráða við aðstæður og sýna samstarfsfólkinu hvaða hegðun er viðeigandi.

Hvernig er samband við yfirmann?

Eitt af því sem starfsfólk telur einna mikilvægast í vinnunni er að hafa góðan yfirmann. Samspil starfsmanns við stjórnanda er í grunninn svolítið sérstakt því við þurfum alltaf að læra inn á stjórnandann og reyna að ná athygli hans og viðurkenningu. Það getur gengið misvel og gott að hafa í huga ráðin af Erfiður yfirmaður? til að ná betri líðan í starfi og ná að vaxa þar og dafna.

Mætir þú erfiðum viðskiptavinum eða þjónustuþegum?

Þegar viðskiptavinur, skjólstæðingur eða notandi þjónustu hefur ekki stjórn á skapi sínu eða sýnir ógnandi tilburði geta viðbrögð þín haft áhrif á hvernig samtalið þróast. Þá er mikilvægt að hafa í huga eftirfarandi 10 ráð sem þú finnur í Erfiðir "viðskiptavinir". Komdu þér líka upp öruggum vinnuaðstæðum og kallaðu eftir aðstoð ef þarf eða farðu af vettvangi.

Jákvæður lífsstíll

Á hverjum morgni vöknum við til dagsins og getum tekið ákvörðun um að mæta honum með jákvæðu hugarfari. Þegar okkur tekst það líður okkur betur og við getum jafnvel í leiðinni haft jákvæð áhrif á samstarfsfólk okkar. Nýr dagur gefur ný tækifæri!

Geta samskipti verið smitandi?

Við þekkjum hvað það hefur mikið að segja þegar einhver sýnir manni jákvætt viðmót og tillitssemi, gefur sér tíma til að hlusta eða hvetja mann áfram. Lífið getur breytt um lit og við finnum fyrir meiri gleði og auknum krafti. Á síðunni Jákvæð samskipti smita út frá sér finnur þú myndir og myndbönd sem þú getur deilt með samstarfsfólki á teymisfundum eða bara nýtt fyrir þig.

Er hægt að búa til jákvæðni?

Hér á Velvirk höldum við úti hamingju-dagatali frá samtökunum Action for happiness sem getur hjálpað við að minna okkur á jákvæðnina og gefa okkur hugmyndir að hamingjuríkari dögum.  Njóttu dagsins!

Þreyta og orkuleysi

Við könnumst öll við að finna fyrir þreytu í dagslok og það er alveg eðlilegt en ef þér finnst þú mjög orkulaus og stöðugt að reyna að halda dampi þá gæti verið ráð að velta fyrir þér hvað sé í gangi og hvernig þú getir brugðist við.

Finnst þér þú andlega þreytt/ur?

Andleg þreyta er oftast uppsafnaður vandi fremur en viðbragð við einhverju sem hefur farið úrskeiðis. Hún getur komið í kjölfar of margra ákvarðana sem við þurfum að taka, stöðugra truflana og of margra verkefna á stuttum tíma. Á Andleg þreyta finnur þú ráð til að draga úr andlegri þreytu.

Ertu alveg að bugast?

Mörg störf verði sífellt meira krefjandi og við stöndum frammi fyrir flóknari áskorunum og meiri hraða. Við þetta bætast kröfur í einkalífinu sem geta gert það að verkum að það þyrmir yfir mann. Í Þegar flest virðist manni ofviða er fjallað um leiðir sem þú getur valið að prufa til að komast út úr þessu bugunarástandi.

Hefur þú stjórn á orkunni þinni?

Finnst þér þú alveg orkulaus? Þá gætir þú hugleitt að ná stjórn á orkunni þinni með því að tileinka þér hugmyndafræði Orkustjórnunar. Orkustjórnun snýst um að byggja upp, viðhalda og endurnýja orku okkar þannig að okkur líði sem best í og utan vinnu.

Áttu erfitt með svefn?

Svefninn er nauðsynlegur til að endurnæra okkur og gefa líkamanum hvíld. Of lítill svefn getur valdið almennri vanlíðan, þreytu og streitu og hefur áhrif á einbeitingu, minni og rökhugsun. Það er því vel þess virði að tileinka sér Góðar svefnvenjur til að auka eigin vellíðan og lífsgæði.

Þarftu að skoða mataræðið?

Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Í hraða leiksins gleymum við oft að huga að því hvað við setjum ofan í okkur þó við vitum að allar rannsóknir sýni að með vönduðu og fjölbreyttu mataræði líður okkur betur. Fyrsta skrefið í átt að betra vali getur verið að kynnta sér þessar Ráðleggingar um mataræði.

Er kominn tími á hleðslu?

Góð leið til að komast yfir þreytu og orkuleysi er að hlaða batteríin þín reglulega til að ná að skila góðu starfi og fá aukin lífsgæði. Hér eru nokkrar hugmyndir sem þú gætir nýtt þér til þess.

Einelti og áreiti

Enginn á að sætta sig við óviðeigandi hegðun á vinnustað á borð við einelti, kynferðislegt eða kynbundið áreiti eða ofbeldi.

Einelti og áreitni

Kynntu þér hér viðbrögð við Einelti og áreitni ef upp koma neikvæð og óviðeigandi samskipti sem þú getur ekki leyst úr eða hefur áhyggjur af.

 

Aðkallandi vandi

Ef vandi þinn er mjög aðkallandi og alvarlegur bendum við þér á að leita hjálpar.
Fyrsta skrefið gæti verið að leita til þíns heimilislæknis eða þinnar heilsugæslustöðvar. Einnig gæti verið gagnlegt að skoða eftirfarandi. 

Sjálfsvígshugsanir

Ef þú glímir við sjálfsvígshugsanir hafðu samband við:

Áföll

Ef þú hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum sem þér reynist erfitt að vinna úr gætir þú haft samband við:

Fjárhagserfiðleikar

Ef þú stendur frammi fyrir alvarlegum fjárhagserfiðleikum gæti verið gagnlegt að leita til:

Fíkn

Glímir þú við fíknisjúkdóm þá bendum við þér á að leita til:

Heilsutengdar áskoranir

Streita og álag

Þjónusta VIRK