Orkustjórnun
Líkamleg orka
- Byrja daginn á morgungöngu, sama hvernig viðrar. Fersk byrjun á degi
- Velja stiga fram yfir lyftur
- Standa upp og tala við samstarfsfólk í stað þess að senda því tölvupóst eða hringja í það
- Fara í hádegisgöngutúra
- Labba í búðina – eða leggja bílnum lengra frá
- Hjóla á milli staða
- Bjóða makanum og/eða fjölskyldunni út í kvöldgöngu
- Synda fyrir vinnu
- Ferskur matur gefur betri orku en mikið unnin matur.
- Hollur matur getur og á að bragðast vel.
- Því meira sem maður veit um það sem maður borðar, því betra.
- Næring á að gefa manni orku, ekki þreyta mann.
- Því betur sem næringin passar við þá orku sem maður eyðir, hreyfingu dagsins, því betra.
- Sætindi og gosdrykkir eru ekki góðir orkugjafar.
Hugræn orka
- Tölvupóstur => Slökkva á sjálfvirkum skilaboðum um að nýr tölvupóstur hafi borist, bæði í snjallsíma og tölvunni. Búa til einfaldar vinnureglur, til dæmis bara opna tölvupóst 2-3 sinnum á dag, á fyrirfram ákveðnum tímum. Vinna markvisst með tölvupóstinn á þeim tímum sem hann er opnaður – bregðast við, eyða eða geyma á góðum stað.
- Símtöl => Taka hljóðið af símanum, hringja mörg símtöl í sömu lotu, fá vinnufélaga til að taka skilaboð.
- Fækka fundum og/eða stytta þá.
- Forgangsraða verkefnum og fá forgangsröðunina samþykkta af næsta yfirmanni. Vinna síðan að því mikilvægasta á listanum.
- Setja okkur tímaramma. Til dæmis, ekki skoða neitt í símanum fyrstu tvo klukkutíma dagsins og ekki skoða hann eftir kvöldmat.
- Slökkva á öllum sjálfvirkum skilaboðum (notifications)
- Óvirkja samfélagsmiðlaforrit og önnur forrit sem við finnum að við erum orðin háð, eða erum að verða háð
- Hætta að taka myndir af öllu sem við gerum
- Slökkva oftar á símanum
Tilfinningaleg orka
- Hvernig getum við aukið tilfinningalega orku okkar á markvissan hátt?
- Velja að horfa jákvæðum augum á allar aðstæður sem koma upp.
- Stunda núvitund/mindfulness reglulega.
- Gera ráð fyrir því að flestir vilji vel og séu að reyna að gera sitt besta.
- Setja okkur í spor annarra.
- Vera þakklát fyrir það sem við höfum.
- Hrósa og hvetja aðra áfram.
Tilgangur og markmið
Hvað svo? Hvað er fyrsta skrefið í að auka orkuna?
Guðjón Svansson, Hagvangur
Ertu að missa af einhverju?
Staður og stund
Það er í lagi að vera ekki alltaf á vaktinni og vera til staðar í eigin lífi. Vinnum saman að jafnvægi.
Fleiri myndbönd

Það er í lagi að vera ekki alltaf á vaktinni og vera til staðar í eigin lífi. Vinnum saman að jafnvægi.

Desember er dásamlegur. Það er svo margt skemmtilegt í boði og allt í svo hátíðlegum búningi. Jafnvægi í lífinu skiptir máli. Líka í desember.

Mörgum líður vel þegar mikið er að gera. En er gott ef það er alltaf brjálað að gera? Vinnum saman að jafnvægi.
Núvitund
Með tímanum og aukinni lífsreynslu hefur hugur okkar safnað saman ógrynni af upplýsingum, greint og flokkað hluti og mótað skoðanir okkar um hvað okkur finnst um þá. Þessi hugarstarfsemi gerir okkur kleift að læra af reynslunni, skipuleggja okkur, bera hluti saman, greina vanda og leita lausna. Hún gerir okkur kleift að þjálfa færni okkar í að gera hina ótrúlegustu hluti án mikillar fyrirhafnar, eins og að lesa, skrifa, keyra og setja þá nánast á „sjálfstýringuna“ hjá okkur. Það er vísað í þessa hugarstarfsemi sem „að gera“.
Hugarstarfsemin ,,að gera" nýtist okkur vel í daglegu lífi og starfi, en getur litað allar okkar upplifanir. Ef við leyfum „að gera“ að taka yfir getum við misst af augnablikinu þannig að við horfum án þess að virkilega sjá, hlustum án þess að raunverulega heyra og snertum án þess að finna og getum þannig misst af því undursamlega í okkar daglega lífi eins og brosi, sólarlagi, augntilliti og snertingu.
Núvitund er sú vitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki, að því sem er, eins og það er, án þess að dæma.
Þjálfun í núvitund felst í því að virkja skynfæri okkar aftur, sjá, heyra, bragða, lykta og finna fyrir hlutum eins og þeir eru, nánast eins og við séum að upplifa þá í fyrsta skipti. Með því verðum við aftur forvitin um heiminn, lífið og tilveruna og nýr heimur opnast fyrir okkur.
Vöknum til meðvitundar um við hvaða aðstæður hjálplegt er að „vera“ með því sem er og við hvaða aðstæður er hjálplegt að „gera“ eitthvað með upplifanir okkar. Kynnumst þannig landslagi hugans og lærum að skipta um gír frá því að „gera“ í að „vera“ eða öfugt, eftir því sem hvert andartak kallar á. Hættum að lifa lífinu á sjálfstýringunni og byrjum að lifa lífinu lifandi.
Efni birt með leyfi Núvitundarsetursins.