Lengi vel höfum við verið upptekin af því að nýta tímann í botn meðal annars með alls kyns tímastjórnunartækni. Svo virðist sem það sé að verða sí vinsælla að snúa blaðinu við og leita leiða til að auka orku í stað þess að vinna með tímann enda er orka endurnýjanleg auðlind en tíminn alltaf föst stærð. Aukin orka fæst með ýmsum leiðum og auðvitað er einstaklingsbundið hvað virkar fyrir hvern og einn. Þekkt er að regluleg hreyfing og góð næring skilar aukinni orku en auk þess hefur núvitund, eða það ástand að dvelja í núinu og / eða stunda hugleiðslu, verið rannsökuð töluvert og virðist skila mörgum aukinni orku og hugarró. í Japan hafa skógarböð lengi verið notuð til að efla orku og eru hluti af forvarnarstarfi þar í landi.
Hér erum við að byrja að safna upplýsingum um orkugefandi aðferðir og vonandi bíður þín spennandi efni við næstu komu á síðuna.