Náttúrukort
Desember
- Fara út á tröppur, draga djúpt andann, slaka á og hugsa um það ljúfasta sem desember hefur upp á að bjóða - anda.
- Fylgjast með tunglinu og sjá hvenær nýtt tungl byrjar og hvenær það er fullt.
- Skreppa út í hádeginu og leyfa dagsbirtunni að létta lundina.
- Leita uppi greni, lyng, eini og köngla til að gera fallegt jólaskraut.
- Vera úti í ljósaskiptunum, rölta um og finna besta staðinn til að njóta þess sem fyrir augu ber á himni.
- Kanna snjóinn. Brakar hann í hverju skrefi, er hægt að hnoða snjókúlur, blása honum út í loftið eða . . . ?
- Labba út á horn eða lengra og njóta jólaljósanna.
- Gefa fuglunum í garðinum og fylgjast með leik þeirra.
- Kanna hvaða dýr þú sérð í nágrenni þínu núna á aðventunni.
- Ganga um á fallegum stað og horfa jákvætt yfir farinn veg á árinu. Fara með þakkarorð.