Fara í efni

Náttúrukort

Útivist bætir hressir og kætir

Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa í nálægð við náttúruna sama hvar við erum. Góður göngutúr leiðir okkur niður að sjó eða vatni, mólendi eða skógum. Á göngunni getum við andað að okkur fersku loftinu og notið þess sem fyrir augu ber.

Svo virðist sem hugarfarsbreyting sé að eiga sér stað í heiminum og við séum að átta okkur á þeim styrk sem við getum sótt í umhverfi okkar og náttúru. Læknar á Hjaltlandseyjum hafa verið að bjóða sjúklingum upp á náttúrudagatal með hugmyndum að hreyfingu og náttúrupplifun sem meðferðarúrræði og kollegar þeirra í Kanada ávísa á heimsóknir í listasöfnJapönsk skógarböð hafa einnig fengið aukna athygli en talsmenn þeirra benda á lækningarmátt skóglendis og hvetja til skógarferða til að bæta heilsu og líðan.

Í ljósi alls þessa viljum við því bjóða ykkur upp á 10 hugmyndir fyrir hvern mánuð ársins sem þið getið notað til að styrkja heilsuna og halda góðu jafnvægi.

Njótið náttúrunnar í samræmi við eigin getu – Njótið vel!

  • Náttúrukort - Mars

Mars

  • Ganga úti seinnipartinn og njóta þess að daginn er tekið að lengja. Þeir morgunhressu geta drifið sig út í dagrenningu og hlustað á fuglasönginn.
  • Líta eftir farfuglum sem nú eru að koma til landsins. Búa til smá móttökuhóf eða skrifa hjá þér hvaða daga þú finnur nýja tegund.
  • Finna hópa sem stunda útivist. Spyrja vini eða leita á vefnum eftir þeim sem hentar þér t.d. Vesen og vergangur.
  • Taka að þér að fara með hund í gönguferð.
  • Gera mynd eða skúlptúr úr náttúrulegu hráefni s.s. steinum, þangi, greinum eða sandi. Anda að þér fersku útiloftinu.
  • Leika þér eins og 8 ára. Gera stíflu eða fara í gömlu leikina.
  • Leita  uppi mismunandi tegundir þörunga og skoða hvernig megi nýta þá. 
  • Nýta dásamlega fjöruferð til að velta við steinum og kynna þér lífið í fjörunni og hafinu.
  • Kíkja eftir því hvort stelkurinn sé kominn. Hann tyllir sér gjarnan á staura með stél- og höfuðrykkjum og hefur hátt.
  • Búa til vindbelg. Nota hugmyndaflugið og sköpunargleðina. Er hægt að hafa gaman af vindinum?
  • Ákveða þema og gera myndaröð t.d. um stytturnar í borginni/bænum eða annað sem vekur áhuga þinn.