Náttúrukort
Október
- Leita uppi fossa sem eru ekki endilega heimsfrægir og taka myndir af þeim.
- Safna könglum og litskrúðugu laufi til að nota í föndur.
- Hressa upp á lyktarskynið með því að þefa af öllu sem á vegi þínum verður úti í náttúrunni.
- Fara í kvöldgöngu á óupplýstu svæði og njóta norðurljósanna.
- Fara í skógargöngu með heitt kakó og skoða trén í haust eða vetrarskrúða.
- Losa þig við áhyggjur eða vandmál með því að skrifa þau á stein og henda í sjóinn.
- Skrifa lista yfir alla fugla sem þú sérð. Hvaða fuglar eru hér enn?
- Dást að skýi á himni.
- Gera listaverk í fjörunni úr þangi, steinum og öðrum gersemum úr fjörunni.
-
Horfa eftir stjörnunum sem nú eru farnar að gleðja að nýju. Leita eftir stjörnumerkjunum.