Fara í efni

Náttúrukort

Útivist bætir hressir og kætir

Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa í nálægð við náttúruna sama hvar við erum. Góður göngutúr leiðir okkur niður að sjó eða vatni, mólendi eða skógum. Á göngunni getum við andað að okkur fersku loftinu og notið þess sem fyrir augu ber.

Svo virðist sem hugarfarsbreyting sé að eiga sér stað í heiminum og við séum að átta okkur á þeim styrk sem við getum sótt í umhverfi okkar og náttúru. Læknar á Hjaltlandseyjum hafa verið að bjóða sjúklingum upp á náttúrudagatal með hugmyndum að hreyfingu og náttúrupplifun sem meðferðarúrræði og kollegar þeirra í Kanada ávísa á heimsóknir í listasöfnJapönsk skógarböð hafa einnig fengið aukna athygli en talsmenn þeirra benda á lækningarmátt skóglendis og hvetja til skógarferða til að bæta heilsu og líðan.

Í ljósi alls þessa viljum við því bjóða ykkur upp á 10 hugmyndir fyrir hvern mánuð ársins sem þið getið notað til að styrkja heilsuna og halda góðu jafnvægi.

Njótið náttúrunnar í samræmi við eigin getu – Njótið vel!

  • Október - Mynd

Október

  • Leita uppi fossa sem eru ekki endilega heimsfrægir og taka myndir af þeim.
  • Safna könglum og litskrúðugu laufi til að nota í föndur.
  • Hressa upp á lyktarskynið með því að þefa af öllu sem á vegi þínum verður úti í náttúrunni.
  • Fara í kvöldgöngu á óupplýstu svæði og njóta norðurljósanna.
  • Fara í skógargöngu með heitt kakó og skoða trén í haust eða vetrarskrúða.
  • Losa þig við áhyggjur eða vandmál með því að skrifa þau á stein og henda í sjóinn.
  • Skrifa lista yfir alla fugla sem þú sérð. Hvaða fuglar eru hér enn?
  • Dást að skýi á himni.
  • Gera listaverk í fjörunni úr þangi, steinum og öðrum gersemum úr fjörunni.
  • Horfa eftir stjörnunum sem nú eru farnar að gleðja að nýju. Leita eftir stjörnumerkjunum.

Heilsumolar