Náttúrukort
September
- Ganga á á fjall í þínu nágrenni. Finna góðan útsýnisstað og reyna að átta þig á örnefnum sem sjást þaðan.
- Bjóða fjölskyldunni út að borða, bókstaflega. Bjóða upp á þriggja rétta máltíð á skjólsælum stað úti í náttúrunni.
- Fylgjast með öldunum í góðri haustlægð.
- Kíkja á lífið í sveitinni.
- Finna góða mosabreiðu og leggja höfuðið á hana ofurvarlega til að raska ekki mosanum því hann vex svo hægt. Er nokkurn mýkri kodda að finna?
- Fylgjast með oddaflugi farfuglanna – hvaða fuglar eru að æfa brottför?
- Finna stað úti í náttúrunni sem þér finnst eiga best við þig. Skyldi hann vera uppi á fjalli, niður í fjöru, inni í skógi, út á engi . . . ?
- Taka upp kartöflur eða grænmeti (hjá þér eða hjálpa öðrum).
- Fara í berjamó. Tína ber og læra að þekkja lyngið.
- Plokka. Leggja þitt af mörkum, ganga um og tína upp rusl.