Fara í efni

Náttúrukort

Útivist bætir hressir og kætir

Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa í nálægð við náttúruna sama hvar við erum. Góður göngutúr leiðir okkur niður að sjó eða vatni, mólendi eða skógum. Á göngunni getum við andað að okkur fersku loftinu og notið þess sem fyrir augu ber.

Svo virðist sem hugarfarsbreyting sé að eiga sér stað í heiminum og við séum að átta okkur á þeim styrk sem við getum sótt í umhverfi okkar og náttúru. Læknar á Hjaltlandseyjum hafa verið að bjóða sjúklingum upp á náttúrudagatal með hugmyndum að hreyfingu og náttúrupplifun sem meðferðarúrræði og kollegar þeirra í Kanada ávísa á heimsóknir í listasöfnJapönsk skógarböð hafa einnig fengið aukna athygli en talsmenn þeirra benda á lækningarmátt skóglendis og hvetja til skógarferða til að bæta heilsu og líðan.

Í ljósi alls þessa viljum við því bjóða ykkur upp á 10 hugmyndir fyrir hvern mánuð ársins sem þið getið notað til að styrkja heilsuna og halda góðu jafnvægi.

Njótið náttúrunnar í samræmi við eigin getu – Njótið vel!

 • Apríl - Mynd

Apríl

 • Dýfa hendi í sjóinn, hlusta og finna kyrrðina á bakkanum. Hugrakkir dýfa tánum í, vaða í fjöruborðinu eða fara alveg út í.
 • Knúsa tré á göngu þinni um skóginn? Það er alltaf þörf fyrir gott knús :-)
 • Líta til himins. Hvernig ský eru á himni í dag?
 • Finna góðar göngu- eða hjólaleiðir sem þig langar að prufa við tækifæri.
 • Líta eftir laukunum sem nú eru farnir að kíkja upp úr moldinni.
 • Fara í fjársjóðsleit. Það mætti líka fela egg um páskana úti í móa og fá krakkana til að leita að þeim.
 • Taka fram vaðstígvélin og skoða líf vaðfugla í votlendi og við ár og vötn.
 • Ganga út að næsta vita og velta um leið fyrir þér hlutverki hans í tímans rás.
 • Koma auga á fyrstu lóurnar þetta vorið og hlusta eftir hennar dirrindí.
 • Ganga á hæð eða fjall og rifja upp kvæði Tómasar Guðmundssonar, Fjallgöngu. – „Sjáið tindinn, þarna fór ég!“
 • Sameina útivist og plokk. Stóri Plokkdagurinn 2023 verður haldinn sunnudag 30. apríl.

Heilsumolar