Fara í efni

Þjónusta VIRK

Hlutverk VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. VIRK byggir starfsemi sína á þekkingu, rannsóknum og reynslu til að tryggja samþætta, árangursríka og örugga þjónustu. Jafnframt sinnir VIRK forvörnum, þróunarverkefnum og fræðslu með það að markmiði að auka þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði.

Hér á Velvirk í starfi - Leiðtogar er samantekið efni frá VIRK sem stjórnendur geta nálgast á einfaldan hátt til að nýta á sínum vinnustað. Efnið er hugsað til að styðja við stjórnendur og starfsfólk til að auka vellíðan og koma í veg fyrir og/eða draga úr veikindafjarveru.

Fyrirspurn til VIRK

Stjórnendur geta hringt til VIRK eða sent inn fyrirspurn þegar þá vantar að finna lausnir til að efla starfsfólk sem virðist eiga orðið erfitt með að sinna starfi sínu vegna veikinda eða álagstengdra einkenna. Ekki er um að ræða formlega rágjöf eða inngrip á vinnustöðum heldur aðstoð við að finna bestu leiðirnar hverju sinni.
Smelltu á takkann til að opna form til að senda inn fyrirspurn.
Einnig er hægt að hringja í 535 5700 og óska eftir að sérfræðingur hringi til baka.
Tekið skal fram að VIRK veitir ekki meðferð eða bráðaþjónustu. Ef um verulega vanlíðan er að ræða bendum við á Heilsugæsluna og 112.

 

Starfsendurhæfing VIRK

Tilgangur með þjónustu VIRK er að aðstoða fólk við að komast til vinnu. Um er að ræða markvissa einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings.

Skilyrð fyrir starfsendurhæfingu

Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá lækni og ræða við hann hvort starfsendurhæfing hjá VIRK sé raunhæfur kostur. Meginskilyrðin fyrir starfsendurhæfingu eru:

  • Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu að hluta eða öllu leyti eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga.
  • Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.
  • Að geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingunni og fylgja þeirri áætlun sem þar er sett fram.

Sjá nánar um rétt til þjónustu hjá VIRK.

Starfsendurhæfing samhliða vinnu

Starfsendurhæfingu er hægt að sækja hjá VIRK samhliða vinnu. Einstaklingur fær þá tækifæri til að minnka við sig vinnu og byggja sig upp á sama tíma. Það getur virkað vel með starfsendurhæfingu að sinna áhugaverðum verkefnum í vinnunni, halda rútínu og sambandi við vinnufélaga. Vinnan sjálf getur þannig oft verið eitt besta úrræðið í starfsendurhæfingunni. Kynntu þér Starfsendurhæfingu samhliða vinnu á vef VIRK.

VIRK Atvinnutenging

VIRK Atvinnutenging er samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir í tengslum við ráðningar starfsfólks.

Markmiðið er að ljúka starfsendurhæfingu á farsælan hátt með því að útvega einstaklingum störf við hæfi og fyrirtækjum gott starfsfólk ásamt því að halda uppi virkri atvinnuþátttöku á Íslandi og stuðla að heilbrigðu samfélagi. Nánari upplýsingar finnur þú á VIRK Atvinnutengingu og í þessu stutta kynningarmyndbandi.

Fyrirtæki geta líka smellt á tengilinn hér til að skrá sig til samstarfs, leita eftir starfskrafti eða senda inn fyrirspurn. Einnig er hægt að ná sambandi við atvinnulífstengla í netfanginu atvinnutenging @virk.is.