Upplýsingaflóðið
Upplýsingaflæði og truflandi skilaboð
Truflandi skilaboð
Tæknivitglöp
Við könnumst eflaust mörg við þreytu og einbeitingarskort sem getur gert vart við sig eftir mikla tölvuvinnu eða snjallsímanotkun en taugasérfræðingurinn Manfrek Spitzer gengur svo langt að bera áhrifin saman við vitglöp og talar um tæknivitglöp eða “digital dementia”. Hann er þá að vísa til áhrifa á vistmunalega hæfileika og telur að skammtímaminnisbrautir byrji að hrörna vegna vannotkunar sem stafar af ofnotkun á stafrænni tækni.
Aðrir ganga ekki eins langt en benda samt á að rannsóknir hafi sýnt tengsl á milli tölvuleikjanotkunar og aukinnar hættu á að þróa með sér sálfræðileg vandamál og jafnvel vitglöp. Svo virðist sem tölvuleikjanotendur nýti svæði heilans sem nefnist dreki (hippocampus) sem geti leitt til breytinga sem gætu aukið hættu á sjúkdómum á borð við þunglyndi og jafnvel vitglöpum.
Enn sem komið er er umfjöllun um áhrif stafrænnar tækni í formi getgáta og ekki búið að sýna fram á orsakatengsl svo það er mikilvægt að halda ró sinni. Hér á eflaust við gamla góða spekin um allt sé best í hófi.
Valda fréttir þér kvíða?
Aldrei hefur aðgengi okkar að fréttum alls staðar að úr heiminum verið eins mikið. Nánast daglega erum við svo að segja viðstödd þegar hamfarir dynja yfir oft á tíðum í fjarlægjum löndum. Myndir af hræðilegum atburðum birtast nánast stöðugt og við getum fengið á tilfinninguna að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og akkúrat núna. En er það rétt? Í ræðu sem Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna flutti í september árið 2017 kemst hann svo að orði að ef við gætum valið tíma til að vera uppi hvenær sem er í veraldarsögunni þá ættum við að velja einmitt núna þar sem fólk hefur aldrei verið við betri heilsu, haft það eins gott fjárhagslega, verið eins vel menntað eða á margan hátt verið eins fordómalaust og friðsælt. Það getur verið gott stundum að lesa um það sem hefur áunnist í heiminum til batnaðar:

- Á sl. 20 árum hefur þeim sem búa við sára fátækt fækkað um næstum helming
- Fyrir um einni öld höfðu fæstar konur í heiminum kosningarétt en í dag hafa flestar konur kosningarétt.
- Árið 2016 létust 5.6 milljónir barna fyrir 5 ára aldur en árið 1966 létust 19.89 milljónir barna fyrir 5 ára aldur
- Þó að loftslagsbreytingar valdi tíðari og alvarlegri náttúruhamförum í dag en áður þá deyja færri af völdum þeirra eða 25% færri en fyrir 100 árum og er það helst að þakka öruggari byggingum.
- Um miðja 18. öld var meðalævilengd í heiminum í kringum 29 ár en árið 2016 72 ár.
- Fyrir 45 árum voru 35% af fólksfjölda heimsins vannærð en 13% árið 2015 þrátt fyrir mikla aukningu á mannsfjölda.
- Maður klofinn í herðar niður á Vesturlandi í gær
- Flokkur að minnska kosti þrjátíu alvopnaðra manna er á leið norður til að hefna fyrir mannvíg
- Einn komst lífs af þegar þrennt var brennt inni á Suðurlandi um helgina en hann leitaði skjóls í sýrutunnu
- Tvö börn voru borin út á Norðurlandi um helgina