Fara í efni
Áreiti

Þarf alltaf að vera hægt að ná í þig?

Það er í lagi að vera ekki alltaf á vaktinni og vera til staðar í eigin lífi.

Nútímasamfélag einkennist af miklu áreiti, bæði í einkalífi og starfi. Fyrir utan öll venjuleg mannleg samskipti hafa á síðustu áratugum bæst við sífellt aukin rafræn samskipti. Við erum misvel í stakk búin til að takast á við mikið áreiti, sumir njóta sín best þegar allt er á fullu og kallað er úr öllum áttum á meðan aðrir eiga bágt með að einbeita sér í stöðugu ónæði og kysu að vera í rólegra umhverfi til að sinna verkefnum betur. En sama hver við erum þurfum við öll að geta stýrt áreitinu sem á okkur dynur. 
Vinnum saman að jafnvægi

Virðum mörk

Áreiti frá vinnu utan vinnutíma er streituvaldur. Virðum mörk hvers annars. Það er forsenda vellíðunar á vinnustað. Vinnum saman að jafnvægi.

Samskipti

Stundum þurfum við bara að segja hvað er að angra okkur. Upphátt. Góð samskipti eru forsenda vellíðunar á vinnustað. Vinnum saman að jafnvægi.

Skýr skilaboð

Það skiptir máli að við vitum til hvers er ætlast af okkur. Skýr skilaboð eru forsenda vellíðunar á vinnustað. Vinnum saman að jafnvægi.

Fleiri myndbönd

Snjallsíminn

Tölvupóstur

Samfélagsmiðlar

Upplýsingaflóðið

Stafrænn niðurskurður?