Fara í efni
Velvirk í starfi - Leiðtogar

Hverjar eru áskoranir stjórnenda?

Verkfæri og góðar leiðir fyrir stjórnendur.

Rannsóknir renna stöðugt sterkari stoðum undir þær hugmyndir að vellíðan starfsfólks sé lykillinn að öflugu fyrirtæki. Sýnt hefur verið fram á að streita og vanlíðan starfsfólks eigi sér oft rætur í vinnumenningu vinnustaða og það er því til mikils að vinna fyrir fyrirtæki, stofnanir og félög að hafa vinnuaðstæður, menningu og sálfræðilegt vinnuumhverfi í topp lagi. Leiðin til árangurs liggur þannig í gegnum skipulag og stjórnun á vinnustaðnum. 
 
Hér geta stjórnendur nálgast verkfæri sem eru sérstaklega hönnuð til að stuðla að aukinni vellíðan starfsfólks á vinnustað og gera þeim kleift að vinna með vinnuumhverfi, starfsþróun, streitu og álag. Einnig eru hér upplýsingar fyrir fyrirtæki um starfsendurhæfingu og þjónustu VIRK.
 
Óski stjórnendur frekari aðstoðar geta þeir haft samband við VIRK.
Einstaklingar geta nálgast efni fyrir starfsfólk á Velvirk í starfi - Starfsfólk

Forysta

Mannauður

Streita og álag

Þjónusta VIRK