Taka stjórn á óvissutímum
Það má segja að þjóðin sé í nokkru áfalli vegna þeirrar stöðu sem komin er upp og hefur áhrif á nær alla landsmenn. Afleiðingar hennar koma þó misjafnlega hart niður á fólki. Nú þegar nokkuð er liðið frá upphafi kófsins og óvissan enn töluverð í loftinu er því mögulega kominn tími til að horfast í augu við að lífið hefur tekið breytingum. Við munum ekki fara aftur í alveg sama farið því framtíðin getur jú aldrei orðið alveg eins og fortíðin.
Aftur í vinnu
Láttu þér líða vel
Atvinnumissir

- Taktu frá hálftíma til að finna bestu leiðina fyrir þig í dag.
- Fáðu vin eða sérfræðing til að lesa yfir ferilskrána og kynningarbréfið. Breyttu og bættu.
- Farðu í göngutúr og leitaðu að fyrirtækjum sem þú gætir skoðað að vinna hjá.
- Vaknaðu klukkan átta og gefðu þér tíma til að fá þér svalandi drykk og skrifa niður nokkrar hugmyndir að störfum eða fyrirtækjum.
- Gerðu tímasetta framkvæmdaáætlun og haltu þig við hana.
- Leitaðu á vefnum að auglýstum störfum, góðum ráðum eða hugmyndum.
- Hafðu samband við gamlan eða nýjan vin eða félaga sem gæti mögulega „reddað“ starfi.
- Framkvæmdu – Hafðu samband við fyrirtæki, sæktu um störf eða leitaðu þér aðstoðar.
- Finndu út hver er stærsta hindrunin og finndu leið fram hjá henni.
- Kæri vinur mundu að þú hefur svo margt að gefa. Hvað heldur þú að væri sniðugt að gera?
Fjármál
- Hvaða tekjur munt þú hafa?
- Ef þú átt sparnað er gott að gera áætlun um nýtingu á honum svo hann dugi sem lengst.
- Getur þú dregið úr útgjöldum heimilisins tímabundið?
- Hvaða skuldbindingar ertu með, lán sem þarf að greiða af o.s.frv.
Þú gætir líka viljað kynna þér réttindi þín hjá stéttarfélaginu þínu, en þau bjóða félagsmönnum upp á ýmiskonar stuðning, fræðslu og styrki sem gætu nýst vel.
Upplýsingar um atvinnuleysisbætur færð þú hjá Vinnumálastofnun. Einnig hefur ASÍ útbúið upplýsingasíðuna Atvinnulaus?
Eigir þú ekki rétt á atvinnuleysisbótum og metur það svo að þú getir ekki séð þér og þínum farborða án aðstoðar bendum við á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
Rússíbani tilfinninga

Einnig hefur ASÍ útbúið upplýsingasíðuna Atvinnulaus? sem gæti verið gagnlegt að skoða.
Frekari aðstoð
Heimurinn minn
Uppfæra ferilskrá
Einnig er mjög gott að búa til grunn að kynningarbréfi því slíkt bréf ættir þú yfirleitt alltaf að senda með umsókn til að útskýra hvers vegna þú sért góður kostur fyrir fyrirtækið.
Gefðu þér góðan tíma í að útbúa vandað kynningarefni því það getur ráðið úrslitum þegar kemur að því að ná sambandi við atvinnurekendur á ný.
Skoða störf
Þú getur nálgast atvinnuauglýsingar hér og skoðað þau störf sem eru auglýst hverju sinni í landinu. Ef þú ert að leita þér að starfi ættir þú samt líka að hafa í huga fleiri leiðir til að finna starf.
Ef þú veist ekki hvað þig langar að starfa við gætir þú haft gagn af að skoða Áhugaverð störf þar sem þú getur kynnt þér störf út frá áhugasviðum. Á Næsta skrefi er líka að finna mjög góðar lýsingar á fjölmörgum störfum og þar er líka hægt að taka áhugakönnun.

Nám og námskeið
Námsframboð
Nám á netinu
Námsstyrkir
Námi þarf ekki að fylgja mikill kostnaður og eru sum námskeiðanna á netinu ókeypis, en til að mæta kostnaði vegna náms gætir þú kynnt þér styrki frá stéttarfélaginu þínu. Flest stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna starfstengdra námskeiða og náms, tómstundanáms og jafnvel ferðakostnaðar sem tengist námi.
Nám fyrir atvinnuleitendur hjá Vinnumálastofnun
Heimilt er að stunda nám á háskólastigi sem nemur að hámarki 12 ECTS-einingum á námsönn. Þarf að upplýsa Vinnumálastofnun um námið og leggja fram staðfestingu um námshlutfall. Sjá meira um námsmöguleika á síðu Vinnumálastofnunar.
Ákvarðanataka
Við eigum stundum erfitt með að taka ákvarðanir og veltum oft hlutunum fyrir okkur fram og til baka, fyllumst jafnvel kvíða yfir að ná ekki að ákveða einföldustu hluti. Óvissan sem einkennir kófið er ekki heldur til þess fallin að auðvelda okkur ákvarðanatökuna og því eru hér nokkrar hugmyndir sem þú gætir nýtt þér.
Jákvæð óvissa
Þegar þú ætlar að velja á milli tveggja leiða sem þér líst vel á getur verið gott að tileinka sér jákvæðni gagnvart óvissuþáttum og þora að taka þá áhættu að velja aðra leiðina umfram hina. Það auðveldar ákvarðanatökuna að líta svo á að þó þú veljir aðra leiðina þá sért þú ekki að útiloka hina.
Segjum sem svo að þú sért að velta fyrir þér hvort þú ættir að skella þér í námið sem þig hefur lengi langað í, eða hvort þú ættir að taka að þér verkefni hjá íþróttafélaginu sem gæti gefið þér færi á að styrkja stöðu þína, en getur bara ekki valið á milli. Þá ert þú í sömu stöðu og svo margir lenda í sem standa frammi fyrir tveimur álíka spennandi valkostum. Þeir geta þá ekki valið og það verður til þess að þeir gera ekki neitt. En ef þú hugsar betur út í þetta þá sérðu að aðgerðaleysið kemur í veg fyrir að þú haldir áfram og gerir góða hluti fyrir þig. Það er nefnilega ekkert að óttast ef báðar leiðir eru áhugaverðar. Þú einfaldlega velur aðra leiðina umfram hina og munt ekki sjá eftir því þar sem báðar leiðir eru álíka spennandi fyrir þig. Síðar meir gætir þú svo alltaf bætt við þig leiðinni sem þú valdir ekki ef áhugi er enn fyrir hend. Hafir þú valið að fara í nám gætir þú tekið þá menntun og reynslu með þér inn í íþróttahreyfinguna eða ef þú hefðir valið að fara í verkefnið hjá íþróttafélaginu þá gætir þú bætt menntuninni við þig seinna og tengt þetta allt saman.
Velja milli tveggja leiða
Ein leið til að takast á við erfitt val er að bera markvisst saman valkosti. Ef þú stendur til dæmis frammi fyrir því að velja milli tveggja leiða gætir þú sett upp kosti og galla til að reyna að finna lausn. Þú gætir notað þessa aðferð til að velja milli tveggja starfa eða að velja að taka starfi sem býðst eða bíða eftir gamla starfinu þínu. Þessi leið er líka bara almennt góð þegar velja þarf milli tveggja kosta.
Velja milli nokkurra leiða
Þegar þú þarft hins vegar að velja milli nokkurra valkosta getur verið gott að nota aðferð sem hér kallast Velja milli starfa. Þessi aðferð við að velja milli leiða gefur þér færi á að setja niður fyrir þér hvað þér finnst eftirsóknarvert og að máta síðan valkostina við það sem þú sækist eftir.
Þessi aðferð er að sjálfsögðu ekki bundin við að velja á milli starfa. Þú getur notað hana við aðrar ákvarðanir svo sem um búsetu eða áhugamál.
Eigin rekstur
Áhugasamir gætu líkað viljað kynna sér Gulleggið sem er frumkvöðlakeppni Icelandic Startups og tilvalinn vettvangur fyrir frumkvöðla og aðra hugmyndasmiði sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Sveitarfélög um land allt bjóða jafnframt einstaklingum og fyrirtækjum á sínu svæði upp á ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála.
Sért þú með viðskiptahugmynd sem þig langar að skoða betur gætir þú haft samband og fengið aðstoð og upplýsingar um til að mynda:
- gerð rekstraráætlunar
- styrki
- stofnun fyrirtækja
- markaðssetningu
Einnig er gaman að segja frá Reynslubanka Íslands en þar bjóða reyndir stjórnendur með fjölbreytta rekstrarreynslu þjónustu sína. Þessir aðilar vilja vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum miðla sinni reynslu og þekkingu án endurgjalds til aðila í fyrirtækjarekstri.
Þeir sem eru á atvinnuleysisbótum gætu kannað með úrræði Vinnumálastofnunar fyrir þá sem hyggja á frumkvöðlastarfsemi.
Þá gætu konur með áhugaverðar viðskiptahugmyndir haft áhuga á að kynna sér nýsköpunarhraðal AWE fyrir konur sem Háskóli Íslands stendur fyrir í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Hægt er að sækja um þátttöku einu sinni á ári og þjónustan sem boðið er upp á samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder og vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um.
Einnig gætu áhugasamar konur kynnt sér styrkjamöguleika hjá Atvinnumálum kvenna og Svanna lánatryggingasjóði kvenna.
- Sjá meira efni um allt ferli atvinnuleitar á vef VIRK í kaflanum Aftur í vinnu.