Náttúrukort
Ágúst
- Skella þér í útilegu.
- Velta þér í grasinu á miðri göngu. Hvílast, horfa upp í himininn og hlusta á tónverkið sem vindurinn spilar á grasið.
- Leita að sveppum og taka myndir. Getur þú fundið 10 tegundir?
- Leita að skordýrum og safna nokkrum tegundum.
- Fleyta greinum og blöðum niður á.
- Ganga um blómagarða og skoða plöntuúrvalið – t.d. Grasagarðinn í Reykjavík eða Lystigarðinn á Akureyri.
- Fylgjast með öndum eða álftum með ungana sína í heilar 10 mínútur.
- Finna köngulóarvef og skoða uppbyggingu hans. Fylgjast með og rannsaka. Hver á hann og hvað veiðist í hann?
- Líta eftir fífum á göngu dagsins. Hér á árum áður voru fífuhausarnir tættir í sundur og snúnir saman í kveik. En getur þú búið til smá vefnað úr fífunum?
- Rölta um í fjörunni og skoða sjávargróður.