Streita og álag
Streitustiginn
Þú getur notað Streitustigann til að meta stöðuna hjá þér með tilliti til streitu. Í efninu sem fylgir Streitustiganum er einnig að finna gagnleg ráð og verkfæri til að takast á við streituna og vera í góðu jafnvægi.
Ráð við streitu
Er brjálað að gera?
Hver er þín leið til að fá útrás fyrir uppsafnaða streitu? Í Uppsöfnuð streita finnur þú hugmyndir sem getur verið gott að nýta þegar streitan hefur náð að safnast fyrir í nokkurn tíma.
Ráð til að takast á við streitu
Á 10 sterkir leikir gegn streitu í starfi finnur þú nokkur góð ráð til að fyrirbyggja eða draga úr streitu í starfi sem má að sjálfsögðu nota í einkalífinu líka.
Hvernig höndlar þú breytingar?
Að takast á við breytingar á vinnustað getur tekið á og komið niður á starfsánægju og líðan. Á breytingatímum reynir oft verulega á sveigjanleika, seiglu og jákvæðni. Flest erum við vanaföst og þegar hlutirnir ganga samkvæmt áætlun teljum við okkur hafa góða stjórn í lífinu. Þegar við mætum hinu óþekkta hins vegar getum við fundið fyrir kvíða og aukinni streitu. Í greininni Streita vegna óvissu er að finna góð ráð sem gætu hjálpað þér að takast að við breytingar á vinnustað og draga úr streitu.
Upp úr hjólförunum!
Ertu mögulega í þeirri stöðu að vita heilmikið um heilbrigðan lífsstíl og hvernig þú gætir bætt lífsgæði þín verulega, en nærð ekki að stíga skrefið? Í Bilið milli þess að vita og gera getur þú áttað þig á hver gætu verið fyrstu skrefin í átt til betra lífs.
Leiðir til að slaka á
Fyrsta skrefið er að ákvað að gera góða hluti fyrir þig og þá gæti verið gaman að bæta inn Núvitund því í erli dagsins þurfum við í auknum mæli að finna leiðir til að ná jafnvægi í lífinu. Eins gætu Öndunaræfingar hjálpað eða leiðir til að Einfalda líf þitt allt eftir því hvað höfðar til þín.