Tækifæri til náms og afþreyingar á vefnum
Fjarnám á netinu getur verið gaman að skoða ef þig vantar eitthvað uppbyggjandi að gera núna í inniverunni. Það er ekki svo galið að verja tímanum í að styrkja sig og bæta við þekkingu.
- Frami.is er íslenskur vefur sem býður upp á vefnámskeið í fögum eins og Excel, forritun, læra að skrifa bók, Photoshop, SQL, líkamsrækt o.fl.
- Coursera er vefgátt sem heldur utan um fjölda netnámskeiða frá háskólum um allan heim. Hægt er að taka stök námskeið yfir í sérhæfðari námsbrautir. Lágmarksgjald er tekið fyrir námskeiðin en hægt er að prófa og jafnvel í sumum tilfellum skoða flesta fyrirlestrana án þess að greiða.
- EdX er vefgátt fyrir fjölda erlendra háskóla. Lágmarksgjald er tekið fyrir námskeiðin og hægt að prófa frítt. Einhver námskeið eru gjaldfrjáls.
- Khan Academy býður ókeypis netnámskeið með áherslu á stærðfræði og raungreinar, sérstaklega fyrir börn.
- Udemy netnámskeið fyrir námsmenn og sérfræðinga. Lágmarksgjald er frá um 1250 kr. fyrir hvert námskeið.
- LinkedIn Learning býður upp á ýmis netnámskeið.
- Masterclass býður vefnámskeið kennd af reynslumiklum einstaklingum í sinni grein. Fjöldi námskeiða í skapandi greinum og einnig í pólitík og viðskiptum.
- 600 námskeið á vefnum. Úrval vandaðra námskeiða frá erlendum háskólum.
- Youtube býður upp á fjölda tæknileiðbeininga og örnámskeiða.
- Duolingo tungumálanám – af hverju ekki að læra nokkrar setningar í framandi tungumáli eða æfa sig í tungumáli sem maður nú þegar kann eitthvað í?
Endurmenntun háskólanna og símenntunarstöðvar
Hjá endurmenntun háskólanna eru ýmis fjarnámskeið í boði. Athugið að mörg námskeið hjá endurmenntun gera ekki kröfu um háskólamenntun.
- Endurmenntun Háskóla Íslands
- Háskólinn á Bifröst
- Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands
- Listaháskóli Íslands
- Opni Háskólinn (Háskólinn í Reykjavík)
- Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntunarmiðstöðvar eru sumar hverjar að bjóða fjarnámskeið endurgjaldslaust um þessar mundir.
Nám í háskólastigi
Fyrir ykkur sem eruð að velta fyrir ykkur háskólanámi getur verið gaman að kíkja á Námsvalshjól Háskóla Íslands. Einnig gæti verið áhugavert að skoða yfirlit yfir alla háskóla í landinu en þar eru líka ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar svo sem um lánshæfi hjá LÍN og nám erlendis.
Efni fyrir atvinnuleit
- VIRK – Aftur til vinnu – þar finnur þú gagnlegar upplýsingar um atvinnuleit og starfsval.
- Næsta skref býður upp á áhugakönnun á netinu og þar er líka hægt að skoða starfslýsingar.
- My Next Move er áhugakönnun á ensku og þar eru líka upplýsingar um fjölmörg störf.
Sögur og podcöst
- Storytel– hægt að prófa frítt í 14 daga.
- Forlagið – er að gefa 3 hljóðbækur frítt í takmarkaðan tíma.
- Hlaðvörp– hér er listi yfir 10 vinsæl íslensk hlaðvörp.
Margt fróðlegt má einnig finna á vef RÚV og á RÚV-appinu.
Virknihugmyndir
Hér á síðunni (velvirk.is) eru ótal hugmyndir, ráð og fræðsla sem tengjast vellíðan í lífi og starfi. Meðal annars má nefna greinina Hreyfing og útivist á tímum sóttvarna sem gagnast vonandi þeim sem eru mikið heima við um þessar mundir.
Mikilvægt er að sinna andlegri og líkamlegri heilsu nú sem endranær og á síðu VIRK má finna ýmsan fróðleik ásamt safni virkniúrræða.
Stafræna hæfnihjól VR
Á vef VR má finna sjálfsmatpróf sem kallað er Stafræna hæfnihjólið. Markmiðið með prófinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli og benda á hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum.
Fræðslusetrið Starfsmennt hefur unnið námsefni sem styður við hæfniþætti Stafræna hæfnihjólsins og sett það upp sem námskeið með 16 námsþáttum. Námskeiðið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.