Hollráð sérfræðinga VIRK á óvissutímum
Eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum
Berglind Stefánsdóttir sérfræðingur og Þorsteinn Gauti Gunnarsson ráðgjafi.
Það er óhætt að segja að enginn bjóst við að vera að kljást við heimsfaraldur í upphafi árs 2020. Aðstæður okkar hafa breyst mjög hratt og við erum öll samstíga í því að upplifa sveiflur í andlegri líðan, eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Fræðsla getur hjálpað mikið og virkað sem áttaviti á erfiðum tímum. Það að vera meðvitaður um áhrifaþætti er mikilvægt fyrsta skref. En hvað erum við að upplifa og hvernig er árangursríkt að bregðast við?
Lesið greinina á heimasíðu VIRK.
Er stuttur þráðurinn?
Anna Lóa Ólafsdóttir atvinnulífstengill.
Það reynir á samskipti við aðra þegar álag og óvissa sækja að okkur. Þegar við erum í jafnvægi erum við kannski ekki að hugsa mikið út í þessa hluti en skynjum ákveðnar breytingar þegar álag er mikið. Á góðum degi þar sem samskiptin reynast okkur auðveld, erum við gjarnan frjálsleg og afslöppuð í kringum aðra og segjum skoðanir okkar þrátt fyrir að þær séu á skjön við skoðanir annarra. Við erum tilbúin að hlusta á aðra og ræða málin og það er í samræmi við aðra tjáningu, þar sem orðin, andlitið og líkamstjáningin segja sama hlutinn.
Lesið greinina á heimasíðu VIRK.
Núvitund á óvissutímum
Gunnhildur Kristjánsdóttir sérfræðingur.
Núvitund hefur verið talsvert í umræðunni síðustu árin og mikið hefur verið fjallað um gagnsemi hennar. Sjaldan hefur verið eins mikil þörf á að stunda núvitund og einmitt núna þegar sífellt dynja á okkur fréttir um fjölgun COVID-19 smita og alls konar ný boð og bönn. Margir kannast eflaust við að sitja fyrir framan tölvuna og „refresha“ nýjustu fréttir um fjölda smitaðra og eyða kaffitímunum í heimavinnunni í að hlusta á Víði, Ölmu og Þórólf. Þessar aðstæður skapa streitu og áhyggjur hjá okkur flestum ...
Lesið greinina á heimasíðu VIRK.