Um er að ræða flókið ferli sem er að eiga sér stað í náttúrulega varnarviðbragði líkamans sem er hannað til þess að búa sig undir átök eða flótta.
Mikilvægt er að muna að streitan getur verið býsna gagnleg. Tímabundið streituástand sem virkjast við ákveðnar aðstæður getur gert okkur tilbúnari í að takast á við verkefnin með því til dæmis að skerpa athygli og einbeitingu - heldur okkur á tánum!
Þetta eru viðbrögð sjálfvirka taugakerfisins sem er ætlað til að bjarga okkur í óeðlilegum aðstæðum eða yfirvofandi hættu. Á eftir slíku viðbragði kemur iðulega hvíld og tími til að hlaða batteríin sem er nauðsynlegt til að geta brugðist aftur hratt við þegar á reynir. En þegar varnarviðbragðið er orðið regla fremur en undantekning getur farið að halla undan fæti. Streita getur því verið gagnleg til skamms tíma en skaðleg ef hún verður að viðvarandi ástandi.
Lesa meira um streitu og algeng einkenni á vef Heilsuveru.
