Forvarnaþjónusta fyrir einstaklinga miðar að því að koma í veg fyrir að einstaklingur hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Þjónustan er veitt samhliða vinnumarkaðsþátttöku.
Viðmið fyrir þjónustu:
- Einstaklingur er á vinnumarkaði.
- Farið að bera á erfiðleikum í vinnu. Einstaklingur veldur starfi sínu ekki eins vel og áður og farið að draga úr afköstum og gæðum.
- Vægur til miðlungs heilsutengdur vandi eða farið að bera á auknum álags,-og streitueinkennum í vinnu.
Áhugi og vilji bæði einstaklings og vinnustaðar að nýta þjónustuna.
Hvernig sæki ég um?
Sendu fyrirspurn og forvarnaráðgjafi mun hafa samband:
Senda fyrirspurn
Ekki er þörf á beiðni læknis.
