Fara í efni

Forvarnaþjónusta

Ný þjónusta á forvarnasviði VIRK fyrir einstaklinga og vinnustaði sem hafa það markmið að auka farsæla vinnumarkaðsþátttöku.

Um forvarnaþjónustu VIRK

Þjónustan er veitt einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum með það að markmiði að auka vinnugetu einstaklinga. 

Stuðst er við þá þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan starfsendurhæfingar VIRK varðandi hindranir, verndandi þætti og aðstæður í vinnuumhverfinu.

Litið er til ólíkra þátta er viðkoma líðan í vinnu. Þjónustan er í boði fyrir bæði einstaklinga og vinnustaði. Sjá nánar hér fyrir neðan:

Forvarnaþjónusta fyrir einstaklinga miðar að því að koma í veg fyrir að einstaklingur hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Þjónustan er veitt samhliða vinnumarkaðsþátttöku. 

Viðmið fyrir þjónustu:

  • Einstaklingur er á vinnumarkaði.
  • Farið að bera á erfiðleikum í vinnu. Einstaklingur veldur starfi sínu ekki eins vel og áður og farið að draga úr afköstum og gæðum.
  • Vægur til miðlungs heilsutengdur vandi eða farið að bera á auknum álags,-og streitueinkennum í vinnu.
  • Áhugi og vilji bæði einstaklings og vinnustaðar að nýta þjónustuna.

     

Hvernig sæki ég um?
Sendu fyrirspurn og forvarnaráðgjafi mun hafa samband: 
Senda fyrirspurn

Ekki er þörf á beiðni læknis.

Forvarnaþjónustan veitir fræðslu og upplýsingar sem stuðla að bættri líðan starfsfólks og betra vinnuumhverfi.  

Þjónustan felur í sér:

  • Ráðgjöf til stjórnenda varðandi líðan starfsfólks.
  • Fræðsla um forvarnir, vinnuumhverfi og vellíðan starfsfólks.
  • Kynning á einstaklingsþjónustu forvarnarsviðs.

Viltu vita meira? 
Sendu tölvupóst á forvarnir@virk.is