Fara í efni

Félagsleg heilsa

Manneskjur eru í eðli sínu félagsverur – Við þurfum samskipti, samfélag og tengsl til að þroskast, lifa af og líða vel

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er félagsleg heilsa órjúfanlegur hluti af heilsu manneskjunnar og ekki síður mikilvæg en andleg og líkamleg vellíðan. Þörfin fyrir að tilheyra er ein af grunnþörfum okkar – jafn mikilvæg og svefn og næring – þó umfang og eðli félagslegra tengsla sé, líkt og aðrar grunnþarfir, einstaklingsbundið.

Félagsleg einangrun hefur aukist á heimsvísu. Einn af hverjum þrem fullorðinna er félagslega einangraður. WHO skilgreinir hana nú sem alvarlegan lýðheilsuvanda, til jafns við reykingar, ofneysla áfengis, offita og aðrar ógnir við almenna heilsu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að félagsleg einangrun auki líkur á sjúkdómum á borð við hjarta og æðasjúkdóma, heilabilun og geðrænan vanda og eykur líkur á ótímabærum dauða.  

Við sem manneskjur þurfum að vera meðvituð um að breytingar og lífskreppur – til dæmis tengt vinnu, búsetu, námi, barneignum, skilnaði, missi eða heilsufari – geta haft djúpstæð áhrif á félagsleg tengsl. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkenni einangrunar, vita hvert við getum leitað og vera vakandi fyrir líðan okkar sjálfra og hvers annars.

Þetta getur hent okkur öll á lífsleiðinni. 

Lestu meira um félagslega einangrun  hér.

Félagsleg tengsl á vinnustöðum

Þegar litið er til heilsu og öryggis á vinnustöðum hafa félagslegir þættir verið að fá meira og meira vægi. Vinnueftirlitið greinir sálfélagslegt öryggi sem eitt af fimm meginstöðum í vinnuvernd. Vinnandi fók eyðir stórum hluta ævi sinnar með samstarfsfólki og jafnvel lengur en með fjölskyldu og vinum og því skiptir gríðarlega miklu máli að félagsleg tengsl séu nærandi og til staðar. 

 

Lestu meira um það  hér 

 

Þegar við horfum til félagslegra tengsla á vinnustað erum við að horfa til samskipta og að þau séu styðjandi og byggist á trausti og virðingu. Þú getur lesið meira um samskipti á vinnustöðum  hér

  En fyrst og fremst mælum við með að staldra við og taka hús á okkur sjálfum. Kannski er komin tími á að skella sér í þjónustuskoðun?