Mikill ávinningur er af því að stunda reglulega hreyfingu og hreyfing getur virkað sem forvörn gegn líkamlegum og andlegum kvillum. Rannsóknir sýna að hreyfing getur verið lykilþáttur í forvörnum og meðhöndlun á ýmsum langvinnum sjúkdómum, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, sykursýki og þunglyndi. Margir upplifa aukið sjálfstraust og aukna áhugahvöt í kjölfar reglubundinnar hreyfingar vegna þeirra líffræðilegu þátta sem virkjast við að stunda hreyfingu.
Ávinningur af reglulegri hreyfingu:
- Bætt andleg heilsa, velllíðan og svefn; dregur úr einkennum depurðar og kvíða, eykur sjálfstraust og áhugahvöt, bætir hugræna getu og einbeitingu.
- Styrkir bein, liði og vöðva; stoðkerfi styrkist almennt og getur reynst auðveldara að halda stoðkerfisverkjum í skefjum með reglulegri hreyfingu.
- Eykur styrk og úthald til þess að takast á við dagleg verkefni.
- Betra jafnvægi í drif- og sefkerfi taugakerfisins, og er hreyfing því öflugt vopn gegn streitu.
- Getur verið mikilvægt verkfæri þegar kemur að því að fyrirbyggja og meðhöndla lífstílssjúkdóma.