- Ef smellt er á myndir hér á neðan opnast pdf-skjöl sem hægt er að prenta út.
Margir telja að mannleg samskipti séu það mikilvægasta í lífinu. Umhyggja er lykillinn að því að byggja þau upp og viðhalda - að bera hag annarra fyrir brjósti og sýna þeim velvild. Við erum til staðar fyrir vini okkar og fjölskyldu, sýnum væntumþykju, tölum hlýlega og réttum hjálparhönd. Við getum einnig sýnt ókunnugum umhyggju með hugulsemi og virðingu.
Það getur stundum verið erfitt að sjá björtu hliðarnar en það er sannarlega þess virði að reyna. Við getum til dæmis hugsað um það sem við erum þakklát fyrir í lífinu eða gert eitthvað skemmtilegt innan þess ramma sem við höfum. Allt verður léttara og ánægjulegra með jákvæðu hugarfari, bæði á vinnustaðnum og heima við.
Samkennd er getan til að skilja eða skynja það sem aðrir eru að upplifa og að vissu marki að taka þátt í því. Ef við skynjum að einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma höfum við ekki endilega lausn á vandanum en við getum hjálpað með því að gefa okkur tíma til að hlusta. Það sem við segjum skiptir oft minna máli en samveran og tengslin.
Þakklæti er að taka eftir og meta hið jákvæða í kringum okkur. Þegar við beinum athyglinni að því sem við höfum í stað þess sem vantar upp á getum við haft jákvæð áhrif á skap og tilfinningar en einnig á líkamlega heilsu okkar. Við byggjum sterkari sambönd og virðumst ráða betur við mótlæti og streitu ef við sýnum þakklæti. Sumir segja að þakklætið sé lykillinn að hamingjunni.

Sjaldan hefur tillitssemi verið eins mikilvæg og nú. Athafnir og orð hafa mikil áhrif og við getum valið að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.
Fátt er eins mikilvægt í mannlegum samskiptum og að sýna öðrum virðingu og hugulsemi. Tillitssemi krefst þess að við hugum að tilfinningum fólks, setjum okkur í spor þess og sýnum þolinmæði og skilning.
Það er gæfa að umgangast tillitssamt og hlýtt fólk.
Góðvild einkennist af gjafmildi, hugulsemi og umhyggju fyrir öðrum án væntinga um að fá eitthvað í staðinn. Jákvæð áhrif þess að aðstoða aðra eru þekkt og fátt er meira gefandi eða smitar meira út frá sér en góðvild.
- Ljóðlína (innan gæsalappa) er úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediksson.
Góð samskipti smita út frá sér
Þakklæti - lengri
Þegar við þökkum fyrir það sem við höfum og sýnum öðrum þakklæti þá líður okkur betur. Við getum öll fundið eitthvað til að þakka fyrir og með því að sýna öðrum þakklæti gefum við góða gjöf.
Umhyggja - lengri
Með því að sýna öðrum umhyggju verndum við hvert annað og búum til betra samfélag. Að finna stuðning frá öðrum getur skipt öllu máli á erfiðum tímum.
Góðvild - lengri
Sýnum góðvild í verki. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“. Að sýna öðrum góðvild getur fært þeim og okkur sjálfum mikla vellíðan.
Jákvæðni - lengri
Við getum veitt öðrum innblástur og haft góð áhrif á fólkið í kringum okkur þegar við tileinkum okkur jákvætt lífsviðhorf. Þó aðstæður séu erfiðar er oftast hægt að finna eitthvað jákvætt ef við leitum nógu vel.
Tillitssemi - lengri
Sjaldan hefur tillitssemi verið eins mikilvæg og nú. Athafnir og orð hafa mikil áhrif og við getum valið að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.
Samkennd - lengri
Að sýna samkennd með því að vera til staðar fyrir aðra og sjá sjónarhorn þeirra getur ráðið úrslitum. Við getum sett okkur í spor annarra og hjálpað þeim að finna að þau eru ekki ein.
Fleiri myndbönd

Þegar við þökkum fyrir það sem við höfum og sýnum öðrum þakklæti þá líður okkur betur. Við getum öll fundið eitthvað til að þakka fyrir og með því að sýna öðrum þakklæti gefum við góða gjöf.

Með því að sýna öðrum umhyggju verndum við hvert annað og búum til betra samfélag. Að finna stuðning frá öðrum getur skipt öllu máli á erfiðum tímum.

Sýnum góðvild í verki. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“. Að sýna öðrum góðvild getur fært þeim og okkur sjálfum mikla vellíðan.

Við getum veitt öðrum innblástur og haft góð áhrif á fólkið í kringum okkur þegar við tileinkum okkur jákvætt lífsviðhorf. Þó aðstæður séu erfiðar er oftast hægt að finna eitthvað jákvætt ef við leitum nógu vel.

Sjaldan hefur tillitssemi verið eins mikilvæg og nú. Athafnir og orð hafa mikil áhrif og við getum valið að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.

Að sýna samkennd með því að vera til staðar fyrir aðra og sjá sjónarhorn þeirra getur ráðið úrslitum. Við getum sett okkur í spor annarra og hjálpað þeim að finna að þau eru ekki ein.
Hér á velvirk.is má finna umfjöllun um fjölmargt sem tengist heilsu okkar og almennri líðan. Nefna má hugmyndir um hvað við getum tekið okkur fyrir hendur á tímum sóttvarna, margvíslegt efni um streitu og umfjöllun um hvernig er að vinna heima í þessu sérkennilega ástandi. Hér geta stjórnendur einnig nálgast góð ráð sem gætu gagnast við þessar aðstæður.
Gagnlegt efni má einnig finna á síðu Embættis landlæknis, svo sem Heilræði á tímum kórónuveiru.